DIPLÓMANÁM

720.000 kr
Greiðsla

Greiðsla:

Staðfestingargreiðsla er 55.000 kr sem greiðist við skráningu.

Þú getur borgað heildarupphæðina strax ef þú kýst það.

Hægt er að skipta greiðslum niður í allt að 36 mánuði, en boðið er upp á greiðsludreifingu í gegnum Borgun. Hafðu samband hér að neðan viljir þú skrá þig og skipta greiðslum með Borgun. 

* Innifalið í verði er fullbúið förðunarkit, burstasett, förðunartaska, 3 myndatökur og innrömmuð diplóma.

 

Athugið! Hægt er að nýta starfsmenntastyrk stéttarfélaga, tilvalið er að hafa samband við sitt stéttarfélag og kynna sér málið betur.

 

NÆSTA NÁMSKEIÐ

19. JANÚAR - 26. MARS 2026

 

Diplómanámið er alls 140 klst, þar af eru 120 klukkustundir í kennslu og 20 klukkustundir í starfsnámi. Að námi loknu útskrifast nemendur sem förðunarfræðingar með diplómu.

Í diplómanámi í förðun hjá Make Up Studio Hörpu Kára læra nemendur öll undirstöðuatriði í förðun. Námið er krefjandi, fjölbreytt og faglegt, en áhersla er lögð á förðun fyrir auglýsingar, tísku og sjónvarpsefni. 

Starfsnámið felur í sér að nemendur fara í allskyns verkefni á vegum skólans. Starfsnámið er hugsað til þess að nemendur geti öðlast reynslu og búið til tengslanet á meðan á náminu stendur. Starfsnámið hefur reynst mörgum nemendum okkar afar vel og hafa margir komist í áframhaldandi verkefni í kjölfarið. Verkefnin geta verið af ýmsum toga sem dæmi aðstoð við förðun fyrir kvikmyndatökur, auglýsingar, myndatökur og leikhús svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmörg fyrirtæki leita til Make Up Studio þegar þeim vantar nema fyrir allskyns verkefni.

 

KENNSLA

Áhersla er lögð á faglega kennslu og allir kennarar sem koma að náminu hafa mikla reynslu í faginu. Kennarar hafa sína sérstöðu en eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri á sínu sviði. Nemendur fá fullbúið förðunarkitt, tösku og burstasett auk þess að fá afnot af förðunarbókinni Andlit eftir Hörpu Káradóttur eiganda Make-Up Studio Hörpu Kára. Bókin Andlit er notuð sem lesefni til heimanáms.

Kennt er þrjá daga vikunnar frá kl. 18:00 -22:00.


 

SPURNINGAR?

Sendu okkur þá línu.

DIPLÓMANÁM

ÚR LOKAPRÓFUM

SKÓLINN

UM SKÓLANN

Hjá Make-Up Studio Hörpu Kára er lögð áhersla á faglega kennslu og hafa kennarar skólans og leiðbeinendur sem koma að náminu framúrskarandi reynslu á sínu sviði. Harpa hefur starfað sem förðunarfræðingur í meira en áratug og hefur aflað sér mikllar reynslu og þekkingar á síðustu 15 árum í faginu.

Harpa er álitin meðal fremstu förðunarfræðinga landsins og hefur stutt undir feril fjölda förðunarfræðinga sem starfa við fagið í dag. Harpa er fyrrum skólastjóri Mood Makeup School og hefur lengstan starfsaldur þeirra förðunarkennara sem starfa á landinu í dag.

SÍÐAN 2018

Árið 2018 stofnaði Harpa Make-Up Studio með það að leiðarljósi að bjóða upp á framúrskarandi og faglegt förðunarnám fyrir þau sem hafa áhuga á að starfa í fjölbreyttu og líflegu umhverfi sem förðunarbransinn á Íslandi hefur upp á að bjóða.

Eftir að hafa verið starfandi förðunarfræðingur til margra ára útbjó Harpa ásamt fjölda annarra fagaðila námsskrá sem telur til helstu undirstöðuatriða sem förðunarfræðingur þarf að búa yfir til þess að hefja störf í faginu.

Í dag sinna þau Harpa Kára, Ísak Freyr förðunarfræðingur og Hulda Halldóra stílisti starfi námsstjóra og hafa þau í sameiningu útbúið kennsluáætlun og námsefni út frá helstu kröfum förðunarbransans. Ísak Freyr og Hulda Halldóra hafa átt farsælan feril á sínu sviði sem spannar yfir 10 ár í faginu.

STEFNAN

Stefna Make-Up Studio er að standast fyllilega samanburð við sambærilega skóla erlendis og er lögð mikil áhersla á að námsefni sé í takt við tíðarandann. Boðið er upp á lengri og styttri námskeið fyrir alla þá sem vilja læra sitthvað um förðun af viðurkenndum fagaðilum. Ásamt diplómanámi má m.a. nefna unglinga- og helgarnámskeið, 2 vikna förðunarnámskeið og 4 klst. förðunarnámskeið sem hafa verið sívinsæl fyrir samstarfs- og vinahópa.